Ekki draumastarfið? Er unga fólkið vanþakklátt?

Hér er áhugaverð rannsókn á Eyjunni um að ungt fólk úti á landi láti sig ekki dreyma um starf í stóriðjunni og allt virðist benda til þess að uppbygging á landsbyggðinni sé á skjön við drauma ungs fólks. Þegar umræðan um stóriðju hófst á Austurlandi kringum 1999 þá kostaði 100.000 krónur á mánuði (ef ég man rétt) að fá ADSL tengingu á Seyðisfirði (100 kall á kílómeter frá Múlastöð) – en tenging var forsenda þess að menn gætu unnið verkefni í tölvu á Austurlandi.  Þeir sem alast upp á Íslandi í dag njóta þeirra forréttinda (ólíkt flestum jarðarbúum í gjörvallri mannkynssögunni) að geta valið sér starfsvettvang í öllum heiminum, þá á ég við í ÖLLUM heiminum. Það er að segja: viltu vinna á rannsóknarstöð á Suðurskautinu, hjúkrunarstörf í Afríku, fiðluleikari í New York, arkítekt í Danmörku, smiður í Noregi, skúringar á Hornafirði, tryggingaráðgjöf í Garðabæ, þrívíddarhönnuður í London, sjómaður á Akureyri, flugmaður í Arabíu, barþjónn á Indlandi eða eitthvað af þeim 190.000 störfum sem nú eru til á Íslandi og þeim tugþúsundum starfa sem verða til á næstu 20 árum í greinum sem við kunnum ekki að nefna. Af hverju kemur einhverjum á óvart að draumurinn er ekki að vinna í óheilnæmu lofti í geimbúningi á virkasta jarðskjálftasvæði landsins sem áður var einhver fallegasta vík á landinu að kraka í 1000 gráðu heitum málmi fyrir eitthvað Þýskt fyrirtæki sem býr til eitthvað fyrir einhvern.

Screenshot 2015-07-09 01.41.44Screenshot 2015-07-09 01.44.34Screenshot 2015-07-09 01.47.11Screen Shot 2015-07-02 at 18.48.29