Um Álftanesveg, Skeiðarvog og umræðu úti í hrauni

Skeiðarvogur

Ég bý í c.a 30 metra fjarlægð frá götu í Reykjavík sem heitir Skeiðarvogur. Þetta eru tvær aðskildar akreinar sem fara hver í sína áttina og um þennan veg fara c.a 12.000 bílar á sólarhring. Ég heyri ekki í bílum inn í hús og veit ekki af þeim úti í garði enda er umferðarhraði lítill og börn fara yfir þessa götu daglega á leið í skóla eða til vina sinna.

Nálægð við götur er nokkuð algeng þegar fólk býr í svokallaðri borg. Ég væri alveg til í að sjá minni umferð í borginni og minni gegnumakstur gegnum hverfið en þessi gata fer almennt ekki í taugarnar á fólki. Yfirleitt er umferðin létt og gatan stíflast nánast aldrei þótt hún hafi verið mjókkuð úr fjórum akreinum í tvær fyrir nokkrum árum og hraði lækkaður. 12.000 bílar hljómar mikið en það þarf enginn að vorkenna mér, þetta er fínt hverfi.

Helsta röksemdin fyrir færslu Álftanesvegar er lítil þyrping húsa sem er kallað Prýðahverfi. Á Vísi.is má finna viðtal við konu sem býr í þessu hverfi við Álftanesveg og lýsir yfir nauðsyn þess að Álftanesvegurinn verði færður út í Gálgahraunið:

Tilvitnun: Íbúi í Garðahrauni er afar ósáttur við frestun á lagningu nýs Álftanesvegar og segir gamla veginn bjóða hættunni heim. Börn í hverfinu geti ekki leikið sér úti, við óbreytt ástand.

Af hverju geta börn ekki leikið sér úti í þessu litla Prýðahverfi með um 4000 bíla á sólarhring á meðan börn leika sér um alla borg í nánd við mun stærri götur? Þarf að spilla hrauni og eyða milljarði til að leysa vandamálið? Hún minnist ekkert á að í bakgarðinum er mesta ævintýraland sem barn á höfuðborgarsvæðinu gæti haft aðgang að – alveg frá húsvegg til sjávar – en hún vill leggja veg í gegnum það. Af hverju byggja menn á stað sem þeir kunna ekki að meta?

Hér er loftmynd af húsunum í Prýðahverfi þar sem ofangreindur viðmælandi getur ekki hleypt börnum sínum út. Það má spyrja sig – er óhætt að hleypa börnum út yfirleitt?

Screen Shot 2013-04-23 at 9.08.28 PM

Nú skulum við hugsa. Af hverju getur Álftanesvegurinn ekki farið framhjá Prýðahverfi á sama hátt og vegir fara framhjá húsum um allan heim? Við Skeiðarvog, í Grimsby, Róm, Vesturbæ og Grafarvogi?

Væri flókið að lækka blindhæð, setja upp hringtorg við gatnamótin við Herjólfsbraut, Gálgahraunsveg og Hraunholtsbraut? Eru ekki þrjú hringtorg á Vesturlandsvegi á leiðinni í Mosó? Nokkur hringtorg á Reykjanesbraut í Hafnarfirði? Gætu hringtorg og hraðahindrun breytt Álftanesveginum í innanbæjarveg rétt á meðan hann fer framhjá þessum húsum, svona eins og að aka gegnum danskt sveitaþorp, breytt honum í götu eins og Rofabæ, Langholtsveg, Sundlaugarveg, Hamrahlíð, Reykjaveg, með 50km eða jafnvel 30km hraða og aðskildum akreinum eins og Skeiðarvog? Hér er mynd af honum:

Húsin sem voru byggð í hrauninu í Prýðahverfi nýta að engu leyti sérstætt umhverfi sitt. Þessi hálfbyggðu hús eru dæmi um versta verktakahönnun síðustu ára og táknrænt ef hrauninu verði spillt í nafni þessara húsa - sem standa þó við fáfarna götu sem má auðveldlega laga - með vandaðri hönnun.

Skeiðarvogur – 12.000 bílar á sólarhring í miðju skólahverfi. Húsin liggja nær götu en við Álftanesveg og umferð er þrefalt meiri.

Hér er ekki raunverulegt vandamál á ferðinni. Fólk þarf ekki að vera í STÓRHÆTTU á Álftanesveginum eins og menn þrástagast á. Með því að breyta ákveðnum hluta Álftanesvegar í einskonar Skeiðarvog gætu strætisvagnar þjónað hverfinu, sem verður illmögulegt með nýja veginum. Það má spyrja sig hvort það sé eðlileg hönnun á hverfi? Áhugasamir geta nýtt sér nýjustu tækni og súmmað út og inn á svæðið á já.is eða Google Earth:

Því miður er umræðan úti í hrauni. Ég hlustaði á viðtal við Gunnar Einarsson bæjarstjóra á Bylgjunni. Hann talar um að mótvægið við veginn um Gálgahraun sé að setja þennan tiltölulega fáfarna veg í STOKK fyrir 3 milljarða til að hann trufli ekki svefnfriðinn í 15 húsum í svefnhverfinu við Prýðahverfi. 200 milljónir á hvert hús? Viðtalið er hér:

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=18239

Og nú skulum við velta fyrir okkur. Er góð hugmynd að setja götu í stokk svo fólk í 15 húsum þurfi ekki að upplifa umferð sem er c.a 1/3 af Skeiðarvogi? Af hverju er þá ekki stokkur á Selfossi? Stokkur á Hverfisgötu? Af hverju erum við ekki með heilt neðanjarðarbílakerfi? Er verið að gera grín að fólki með því að draga upp svona rök? Getur verið að ,,athugun“ bæjarstjóra og Vegagerðarinnar muni leiða það í ljós að stokkurinn sé allt of dýr framkvæmd og því ekkert annað í stöðunni, vegna kostnaðar, að fara gegnum hraunið? Talað er um skaðabætur til handa íbúum – en eru það mannréttindi að búa fjarri umferð án tengingar við almenningssamgöngur – til þess eins að geta brunað framhjá annarra manna húsum á leið í vinnuna? Ég veit ekki hvað slík athugun heitir – en hún er tilbrigði við túrbínutrix orkufyrirtækja. 

Húsin sem voru byggð í hrauninu í Prýðahverfi nýta að engu leyti sérstætt umhverfi sitt. Þessi hálfbyggðu hús eru dæmi um versta verktakahönnun síðustu ára og táknrænt ef hrauninu verði spillt í nafni þessara húsa - sem standa þó við fáfarna götu sem má auðveldlega laga - með vandaðri hönnun.

Húsin fimmtán í hrauninu við Prýðahverfi nýta fæst einstakt umhverfið sem þau eru byggð í. Nokkur þeirra eru dæmi um vonda verktakahönnun í slæmu skipulagi. Það væri í raun táknrænt ef einstæðu hrauni yrði spillt í nafni þessara húsa. Með hekki og skjólgirðingu myndu hugsanlegir íbúar vart vita af Álftanesveginum.

Vegur hannaður eins og Skeiðarvogur getur farið framhjá Prýðahverfinu og þjónað Álftanesi og tekið við nýjum íbúum ef einhverntíma verður byggt á Garðaholti. Það er hins vegar álitamál hvort stofnbrautir Kópavogs og Reykjavíkur þoli aukna umferð. Það er forgangsmál að fullbyggja hálfbyggð hverfi með skuldsettum lögnum og fráveitum áður en menn eyða milljarði í væntingabíla.

Helsta röksemdin fyrir færslu Álftanesvegar er nálægð við Prýðahverfi. 4000 bílar fara þar fjær húsum en 12.000 bílar sem fara Skeiðarvog daglega.

Helsta röksemdin fyrir færslu Álftanesvegar er nálægð við Prýðahverfi. 4000 bílar fara þar fjær húsum en 12.000 bílar aka um Skeiðarvog daglega. Vegaverkfræðingur sem getur ekki leyst málið innan þessa vegstæðis, er annaðhvort að blekkja, eða er ekki starfi sínu vaxinn.

Lausnin í þessu máli er jarðbundin og leiðinleg. Þrjú hringtorg og venjuleg borgargata myndi laga vandann sem fylgir hættulegum innkeyrslum. Kannski getur verið gaman að spreyta sig á slaufu þótt engin þörf sé á henni. En sorrý, Vegagerðin á að þjóna okkur, ekki öfugt.

Nú reynir á fjölmiðla, bæjarstjórn og almenning að vinda ofan af þessari vitleysu. Ef nýr vegur verður lagður að óþörfu gegnum hraunið þá er það til vitnis um veika fjölmiðla, ábyrgðarleysi sveitarstjórna, óheilbrigð samskipti við verktaka og stofnanir sem láta þjóðarhag og náttúru sig engu máli skipta. Og í guðanna bænum blaðamenn – ef stokkurinn kemur upp í umræðunni – vinsamlegast slátrið. Ef fólk vill láta vorkenna sér, vinsamlegast vorkennið öllum borgarbúum heimsins. Ef fólk fer fram á skaðabætur – spyrjið hvort allir höfuðborgarbúar í 30 metra fjarlægð frá vegi eigi ekki að fá sambærilegar bætur? Enn og aftur – ég hvet bæjarstjórann í Garðabæ til að spilla ekki þeirri einstæðu náttúruperlu sem finna má í Garða/Gálgahrauni og finna nútímalega lausn á þessu máli. 

Lausnin er afar einföld

Lausnin er afar einföld og ódýr. Allir græða – nema kannski verktakinn.