Bónusljóð fáanleg aftur í Bónus- tvö tungumál á verði eins!

Í tengslum við bókamessuna í Frankfurt voru Bónusljóð gefin út á þýsku í sérstakri hátíðarútgáfu, tvö tungumál á verði eins – á þýsku og íslensku. Ljóðin hafa verið ófáanleg í nokkur ár en eru komin aftur í hillurnar í Bónus. Bókin hefur vakið talsverða athygli enda þykir gjörningurinn óvenjulegur í bókmenntaheiminum.

Það var athyglisvert að fylgjast með viðbrögðum fólks í Frankfurt sem gekk fram á bleika grísinn, hann hefur undarlegt aðdráttarafl og einhver hafði á orði að þetta gæti orðið næsta Hello Kitty. Á alþjóðavísu er Bónuskeðjan líka lítil og sæt – það eru 28 Bónusverslanir á Íslandi – í Bandaríkjunum eru 4227 WalMart verslanir. Orange Press í Freiburg gefur út bókina, en auk Bónusljóða hafa þau gefið út verk um Chomsky, Freud, Darwin, Baudrillard og Foucault og McLuhan. Draumalandið á þýsku eða Traumland er einnig gefin út af Orange Press. Það er Tina Flecken sem þýðir þýska hlutann – en hún þýddi einnig LoveStar. Hér má sjá svipmynd af Bókamessunni í Frankfurt: