Sinead O’Connor hitar upp fyrir Ólaf Ragnar Grímsson í Tallinn 2011

Ég er í Tallinn ásamt mörgum listamönnum en hér er haldinn dagur til heiðurs Íslendingum. Í gær var frelsisdagurinn – en það eru 20 ár síðan Eistlendingar losnuðu undan oki Sóvétríkjanna. Ég tók dálítið myndskeið í gær þegar Ólafur Ragnar ávarpaði þjóðina eftir að Sinead O’Connor hafði sungið Nothing compares to you. Þetta var ansi magnað og gaman að sjá. Þarna voru engar gamlar frelsishetjur, engir stjórnmálamenn – bara Hillary Clinton með vídeóskilaboð, O’Connor og Ó’Ragnar. Skrifa meira um þetta síðar. Hér er myndskeiðið:

http://www.youtube.com/watch?v=H4g6VY_mXLg&feature=mh_lolz&list=HL1313915395