Valur 100 ára

Filippus Guðmundsson langafi minn var einn af þeim sem stofnuðu Val á sínum tíma. Samkvæmt þjóðsögum í minni fjölskyldu þá voru þeir á fótboltaæfingu þegar fálki flaug yfir völlinn og þá sagði hann: ,,Félagið skal heita Valur“. Hér er skemmtilegt viðtal Frímanns Helgasonar við afa í Valsblaðinu árið 1970. Þar kemur margt merkilegt fram um þessi fyrstu ár knattspyrnuiðkunar á Íslandi, berdreymni hans og ýmislegt fleira. Takk Helga Ferdinands fyrir að benda mér á greinina.