Flóknustu gatnamót á Íslandi?

Ég held að flóknustu gatnamót á Íslandi séu gatnamót Skúlagötu, Snorrabrautar og Borgartúns. Það getur verið ansi erfitt að átta sig á því hvert skuli halda þegar maður hefur annaðhvort hjólað niður Borgatúnið eða upp Skúlagötuna. Það er nógu flókið fyrir gangandi vegfarendur en þegar maður kemur að þessum gatnamótum með börn á reiðhjólum þá eru þau alveg fáránleg. Þarna er endastöð og maður þarf annaðhvort að fara upp á Hverfisgötu eða niður á Sæbraut til að komast yfir götuna. Þau eru furðulegt hönnunarslys og eiga alls ekki heima á svona mikilvægum stað í borginni. Þessi gatnamót eru dæmigerð fyrir ákveðna hugmyndafræði í verkfræðinni sem hefur eyðilagt götur, mannlíf og heilu borgirnar.

Flóknustu gatnamót á Íslandi

Þarna má sjá hvernig ,,nútíma“ hugsun hefur verið í stríði við gamla skipulag borgarinnar og hvernig niðurstaðan birtist í miðbænum. Kannski er þetta líka eitthvað í sambandi við að ríkið borgar stofnbrautir og þjóðvegi en borgin borgargötur. Ég veit það ekki. En Skúlagatan er slitin í sundur og lafir í undarlegu tilgangsleysi. En þegar maður stendur neðst í Borgartúninu og horfir niður Skúlagötuna þá er hún eina gatan á landinu með einhverskonar stórborgarfíling. Háhýsi standa við hana og að öllu eðlilegu ætti að vera flæði bíla fram og aftur götuna og öflug verslunarrými á jarðhæðum. En svo er ekki. Gatan flæðir ekki, hún er full af innskotum og botnlöngum og auðum rýmum á jarðhæð. Ég held að eina leiðin til að bjarga Skúlagötunni væri að tengja hana beint við Borgartúnið.

Á myndinni hér fyrir ofan hef ég teiknað bláa línu sem sýnir hvernig gatan gæti orðið. Þótt Höfðatorgið hafi farið í taugarnar á mér í fyrstu – þá er einkennilegt hvað svæðið – ,,virkar“. Það er hellings mannlíf á horninu hjá Fabrikkunni og þetta er eina húsið í Borgartúni með eðlilega gangstétt sem liggur eðlilega að götu og þannig ætti öll gatan að vera.

Ef flóknu gatnamótin væru fjarlægð myndi verða til ansi myndarlegur ás sem næði frá Kirkjusandi alveg niður að Seðlabankabyggingunni og Hörpunni. Gata sem fólk ætti að geta hljólað eða gengið, ekið eða tekið strætisvagn beina og eðilega leið. Þá kæmust menn að því að hluti af umferð Sæbrautarinnar er óþarfur, að hún þjónar að vissu leyti aðeins sjálfri sér með því að neyða fólk til að keyra lengri vegalengdir en þörf er. Þannig er ég alveg viss um að menn keyra frá Lögreglustöðinni að húsi Ríkislögreglustjóra. Húsin standa nánast hlið við hlið en umferðarlega séð er hús Ríkislögreglustjóra álíka fjarri og hafnarsvæðið.

Mér finnst undarlegt að enginn hafi spurt sig hvers vegna Sæbrautin þarf að vera tvöföld þar sem hún sveigist framhjá Hörpunni. Það er engin þörf á svo miklu umferðarmannvirki þarna. Geirsgatan þrengist strax við Mýrargötu en virkar samt. Of öflug mannvirki hafa þau áhrif að Harpan getur orðið eins og stripmall – að menn keyri þangað og heim aftur – en nenni ekki að fara niður í bæ. Á sama tíma er Skúlagatan fullkomlega vannýtt og eiginlega ónýt gata. Hún myndi þrífast mun betur með meiri umferð, gæti eflaust tekið við 50% af umferð Sæbrautar auk þess sem vandamál dauðra botnlanga myndu hverfa.

Hilmar Þór Björnsson arkítekt birtir á bloggi sínu áhugaverðan pistil og myndband um jákvæð áhrif þess að fjarlægja hraðbrautir úr miðborgum. Ég myndi segja að hér sé