Bjartur í Sumarhúsum

Ég hef um langt skeið haft nokkrar áhyggjur af lestri fólks á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness. Það má rekja allt aftur til ársins 1997 – þegar ég lagði leið mína á Framadaga í Háskóla Íslands og las ávarp þáverandi Iðnaðarráðherra Finns Ingólfssonar. Þegar ég las ávarp hans í bæklingnum var mér nokkuð brugðið og ég varðveitti blaðsíðuna alveg sérstaklega en svona voru orð hans:

,,Bjartur í Sumarhúsum lagði á það þunga áherslu við uppeldi barna sinna að það væri ekki dugandi maður sem ekki væri sífellt að gera eitthvað. Að sitja með hendur í skauti og bíða þess að tækifærin guði á gluggann hefur sjaldnast talist til mannkosta, hitt þykir vænlegra að leita tækifæranna, eiga sér takmark og vinna að því hörðum höndum, Dugnaður og eljusemi eru einmitt orðin sem manni koma í hug þegar Framadaga ber á góma…“

Já svona mannvitsbrekkur kýs bókmenntaþjóðin yfir sig. Og fer sem fer.