Háskólatorg Fimmtudaginn 7. október, 2010
17:00-18:30 Stofa 105
ORKA – LÝÐRÆÐI – GAGNSÆI: OPIN SAMRÆÐA UM MAGMA-SKÝRSLUNA
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðar til opinnar samræðu
um niðurstöður nefndar um orku- og auðlindamál sem ríkisstjórnin skipaði
til að rannsaka söluna á HS orku. Í þeirri skýrslu er á greinargóðan og
upplýsandi hátt svarað mörgum brennandi spurningum samtímans, m.a.: Hvaða
framtíðarþýðingu hefur salan á HS orku fyrir Íslendinga? Í skýrslunni er
sýnt fram á hvernig hið svokallaða Magma-mál snýst um grundvallarákvörðun
sem Íslendingar þurfa að taka sem varðar sjálfræði þjóðarinnar og
almannahag til frambúðar.
Dagskrá
17:00 Tveir höfunda skýrslunnar flytja inngangserindi og skýra út
lykilatriði skýrslunnar: Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur og Ólafur Páll
Jónsson, heimspekingur
17:20 Kristín Vala Ragnarsdóttir forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs
reyfar eigu og nýtingu auðlinda
17:30 Stefán Arnórsson jarðfræðingur fjallar um nýtingu jarðhitaorku
17:40 Björk Guðmundsdóttir opnar umræðuna en hún hefur hvatt Íslendinga
til að móta sér orkustefnu til framtíðar
Síðan verða pallborðsumræður. Benedikt Erlingsson leikari mun leiða
umræðuna ásamt Kristínu Völu. Allir eru velkomnir.
Skýrsluna má finna:
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/utgefidefni/Skyrsla_um_HS-Orku-17092010.pdf