Hlauptu náttúrubarn – Útvarpsleikhúsið sunnudag kl. 14:00

Hlauptu náttúrubarn!

Hlauptu náttúrubarn!

Útvarpsleikhúsið á Rás 1. Sunnudag 21. febrúar klukkan 14:00. 

Árið 2001 kallaði Útvarpsleikhúsið saman nokkur ung leikskáld, leikara og leikstjóra 
og efndi til höfundasmiðju með þeim. Afraksturinn urðu nokkur ný útvarpsleikrit eftir höfunda sem þá höfðu ekki spreytt sig á þeirri grein ritlistar áður. Næstu sunnudaga verða þrjú þessara verka flutt, en þau hafa ekki heyrst síðan þau voru frumflutt í árslok 2001. Fyrsta verkið er Hlauptu náttúrubarn eftir Andra Snæ Magnason. 

Picture 20

Þau Ásta og Örvar fara inn í borgina og ræna konu sem kölluð er Sibba. Hún er firrtur borgarmaðkur að mati þeirra og þau ætla að bjarga henni. Þau aka með hana hringinn í kringum landið með tónlist Jón Leifs í botni og flytja henni ættjarðarþrungin ljóð. Þau hyggjast sleppa henni lausri út í náttúruna þar sem hún getur unað frjáls og hamingjusöm alla sína daga. En ýmislegt fer öðruvísi en ætlað var.

Höfundur:
Andri Snær Magnason
Leikstjóri: Hjálmar Hjálmarsson
Hljóðvinnsla: Hjörtur Svavarsson
Leikendur: Bergur Þór Ingólfsson og Harpa Arnardóttir