Draumalandið boðsýning í dag Regnboganum klukkan 18:00

 Heimildamyndin Draumalandið hlýtur 4 tilnefningar til Edduverðlauna í ár.

 Draumalandið er tilnefnt í flokknum besta heimildamynd. Þorfinnur Guðnason og Andri Snær Magnason eru tilnefndir sem bestu leikstjórar. Valgeir Sigurðsson er tilnefndur fyrir bestu tónlistina. Kjartan Kjartansson og Björn Viktorsson eru tilnefndir fyrir besta hljóðið.

 Draumalandið sló aðsóknarmet íslenskra heimildamynda þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi. Alþjóðleg frumsýning var í keppni á IDFA, Amsterdam og er hún fyrsta íslenska myndin til að komast í aðalkeppni á þessari stærstu heimildamyndahátíð í heimi.

 Ground Control Productions býður meðlimum ÍKSA að sjá  Draumalandið í Regnboganum, miðvikudaginn 24 febrúarklukkan 18.00.

 Allir velkomnir!

 Úr dómum um Draumalandið:

 “…it offers impassioned visual and rhetorical arguments that put the island nation’s environmental and financial problems in historical perspective. Illustrating how the government blithely sold precious natural resources to predatory multinationals and used economic fear-mongering to push the deals through without proper study or reflection.”

Variety

 “The film is worth seeing for the visuals alone. The documentary is all the more exceptional given its ability to seamlessly weave a sense of poetic narrative with stark journalistic storytelling. The story is so well told that the film becomes its own cultural art form. It’s rare to find a documentary so complete and well-directed.”

The Concordian

 * * * * *

“Once every five to ten years a film comes along that shakes your soul, rattles the cage of your conscience, and awakes you from a media-immersed cryogenic dream state … the audiovisual awakening is the magnificent breathtaking political documentary Dreamland.”

Art Threat

 “This is one of the best environmental films ever made. An incredibly, moving, inspiring and fantastically political film that will make you want to be a better steward of this planet.”

Cinema Politica

 * * * * *

“Myndin er allt í senn epísk, glettin og spennuþrungin… Draumalandið er stórmynd á heimsmælikvarða og frjó innspýting í eldfima samfélagsumræðuna.“

Morgunblaðið

 *  *  *  *

“Heilsteyptasta og markvissasta heimildamyndin í okkar fábreyttu kvikmyndasögu… Það sem ræður úrslitum um ferskan og lífgandi ilm Draumalandsins er hvernig atburðir og þróun síðustu ára eru af listfengi og þrótti sett í víðara íslenskt og erlent samhengi.”

RÚV, Rás 2

 * * * *

„Áhrifamikil og brýn áminning um að afstöðu- eða gagnrýnisleysi er munaður sem við getum ekki leyft okkur – allra síst núna.“

Fréttablaðið

 *  *  *  *  ½

“… þvílík fegurð hins sjónræna og hljóðræna. Þvílíkt staðarval, úrval af gömlu og nýju myndefni, þvílík fegurð í tökum og tónlist. Myndin rennur áfram skipulega undir styrkri sjónrænni og vitrænni ritstjórn, rannsóknarvinna er merkileg og ítarleg og myndin er laus við dauða punkta.”

DV

 

 Um tónlistina eftir Valgeir Sigurðsson:

 “Tónlistarhlið verksins er magnað stuðlaberg út af fyrir sig.”

RÚV, Rás 2

 8 / 10

Draumalandið’s great strength is in the community of musicians synthesizing their various styles. From the dynamic production to the warm tones of the orchestration, Draumalandið rewards the careful listener with the subtlety of its construction.”

The Silent Ballet

 “Highly recommended.”

Boomkat