Geisladrif
Stöldrum aðeins við : Geisladrif
– er það ekki fallegt orð?
Hefði amma verið spurð væri geisladrif
sólstafir og skuggaleikur
janúarbirtan yfir Keili
guð og englar í geisladrifi
brátt úreldast geisladrifin
þá verður orðið frjálst
geisladrif
,,ég elska þig og þegar ég hugsa til þín
fyllist hugur minn geisladrifi“
Takk fyrir þetta ljóð sem verður vörn gegn helgislepjunni það sem eftir er dagsins