MacDonald’s

 

 

 

Ég sé fyrir mér:

 

McDonald’s merkið

 

í Skeifunni

 

dregið niður

 

með keðjum og köðlum

 

það fellur með dynk

 

eins og styttan af Saddam

 

 

 

upp kemur

 

sjálflýsandi blikkandi sviðakjammi

 

eins og níðstöng

 

 

 

Davíð fer í detox

 

og þá birtist:

 

fyrsti hamborgarinn alheill

 

eins og í heilagramannasögu

 

 

 

 

 

One thought on “MacDonald’s

  1. Bakvísun: Andri Snær um MacDonald’s | Menningarslys!

Lokað er á athugasemdir.