Kobra – umfjöllun um hrunið.

Kobra heitir einn besti þátturinn sem er gerður í sænska sjónvarpinu SVT2. Þeir gerðu þátt um hrunið mikla og það sem Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður kallar ,,creative revolution“. Skemmtilega klippur og ofursvalur hjá þeim svíum. Þarna er ritskoðun á Kjarvalsstöðum á kjördag – ansi mögnuð sena þar sem listaverk eru borin út á kjördag, þarna er Kira Kira, Steinunni Sigurðardóttir, Georg Hólm og Sigurrós auk þess sem Andri Snær Magnason ekur með þeim um borgartúnið og sýnir þeim Höfða – þar sem kommúnisminn féll – og við hliðina – Kaupþing – þar sem kapítalisminn féll. Þáttinn má sjá á netinu HÉR.