Stuðningsfjölskyldan í Bretlandi

James og Gerlinde frá Bodelwyddan.

James og Gerlinde frá Bodelwyddan.

Ég er búinn að fá fréttir af stuðningsfjölskyldunni okkar á Bretlandi. James og Gerlinde búa í Bodelwyddan í Wales. Samkvæmt sérstöku samkomulagi ríkisstjórna okkar þá greiðum við þeim 189.450 krónur á mánuði til 2034. Við fáum af þeim reglulegar fréttir. Synirnir eru að fara í menntaskóla en James er verkfræðingur og var að fá nýjan meðeiganda sem heitir Donald. Gerlinde fór í gallblöðrutöku í nóvember en er að öðru leyti hress og komin aftur í vinnu á bæjarbókasafninu. Hið jákvæða við kreppuna eru auðvitað óvæntar tengingar af þessu tagi. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að styrkja fjölskyldu í Bodelwyddan!

One thought on “Stuðningsfjölskyldan í Bretlandi

  1. LOL! Ég held að Jón Ásgeir hafi borgað fyrir einkaþotuna með peningum sem voru í lífeyrissjóði stéttarfélags foreldra minna, svo þau hafa áhyggjur af framtíðinni, enda bæði nýhætt að vinna. EF þau missa allt sitt, heldurðu að James og Gerlinde væru ekki til í að bjóða þeim gestaherbergið…?

Lokað er á athugasemdir.