Arkítektúr

Ég hef tekið þátt í samkeppnum og hugmyndavinnu með arkítektum og hönnuðum. Mest með Steffan og Kristínu hjá Einrúm, en einnig með Arkíteó, BIG í Danmörku og Arkítektúr.is. Við höfum unnið og hlotið verðlaun í nokkrum samkeppnum. Lokaðri keppni um endurbyggingu höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi, Skólastefnu og skólahús Krikaskóla í Mosfellsbæ og síðast en ekki síst nýjar höfuðstöðvar Landsbanka Íslands í miðborg Reykjavíkur. Ég hef haldið fyrirlestra í listaháskólanum og á hönnunardögum og ritað greinar um skipulagsmál. Hugmyndir sem voru sendar inn í samkeppni sem Landsbankinn efndi til um miðbæ Reykjavíkur fékk fyrstu verðlaun: ,,Það sem er gott fyrir bæjarins bestu er gott fyrir miðbæ Reykjavíkur“.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.