Um daginn var stór grein í Information um Tímakistuna og afar góður dómur í Weekendavisen. Bókin er ekki komin út en hún kemur út í byrjun næsta árs. Hér er hlekkur á dóminn í Weekendavisen eftir Damián Arguimbau sem er afar fínn og endar á þessum orðum:
Jeg har ikke tidligere set eventyrgenren så fint bundet op med en sci-fi-historie, en fantasy-fortælling og et nutidsdrama alt sammen på én gang. Det er virkelig elegant og fuld af overraskelser. Det undrer mig derfor heller ikke, at bogen allerede har vundet et par priser på Island. Det skulle ikke undre mig, om den også vandt Nordisk Råds børne-og ungdomslitteraturpris.
Og í tilefni af tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Barnabókmenntum birtist þetta viðtal hér í Information. Mjög langt og fínt viðtal. ,,Hvis tiden gik kun for de andre.“
Og svo er Sagan af bláa hnettinum að koma upp á stórasviðinu í Borgarleikhúsinu í Álaborg, leikstjóri er Jakob F. Schokking. Sagan sjálf hefur ekki verið fáanleg í Danmörku um árabil, aðeins á bókasöfnum, en hún er núna fáanleg sem rafbók. Draumalandið er enn fáanleg á dönsku og heitir Drömmeland.