Náttúruóperan
Leikfélag MH 1999 – Tónlist Múm – Leikstjórn Harpa Arnardóttir
Haustið 1998 var ég beðinn um að skrifa leikrit fyrir leikfélag MH en það var frumsýnt í febrúar árið 1999 og hét Náttúruóperan. Náttúruóperan fjallar um ungan mann í sárarkreppu og örvæntingarfulla leit hans að orði í staðinn fyrir ,,elska“, hann leitar að orði sem þýðir hið sama og elska þýddi áður en merkingin varð linari og líkari orðinu LOVE. Þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes voru fengnir til að gera tónlistina og þar kynntust þeir Kristínu og Gyðu Valtýsdætrum svo úr varð hljómsveitin múm eins og hún starfaði frá 1999-2002. Leikritið var samið út frá smásögu eða eintal sem ég hafði nýlega skrifað fyrir RÚV og Ingvar Sigurðsson las inn. Í leikhúsinu var smásagan sprengd upp, leikarar voru um 25 og hlutverk rúmlega 50. Tónlistin úr verkinu var gefin út undir nafninu Náttúruóperan.