Blái hnötturinn í Vasa – Sinisen Planeetan Villit Lapset

Blái hnötturinn verður frumsýndur í borgarleikhúsinu í Vasa í Finnlandi þann 17. apríl 2009. Leikstjóri verður Stefán Sturla Sigurjónsson en sviðsmynd er í höndum Vignis Jóhannssonar. Hér má fá meiri upplýsingar um þessa uppfærslu og jafnvel panta miða ef þú skilur finnsku. Þetta er önnur uppfærslan í Finnlandi en áður hefur verkið verið sett upp í Borgarleikhúsinu í Lahti.