Útsala útsala!

 

Screen Shot 2014-11-16 at 11.54.12 AM

Síðan ég man eftir mér hafa ríkisstjórnir skapað útsölustemningu með reglulegu millibili. Það er engin festa eða samfella og sveiflan verður að varanlegri sjóriðu í þjóðarsálinni. Það er engin tilviljun að vörugjöld á flatskjái lækka um leið og ,,allir fá péning“ í reiðiléttingunni, þvert á alla leikskólahagfræði á að skapa gamalkunnugt neyslugóðæri með þörungablóma við innflutning sem leiðir til viðskiptahalla og þynnku en þetta er það sem við viljum, byggt á fársjúku sambandi stjórnmálamanna og kjósenda sem haga sér eins og börn sem vilja frekar fá eitt smartís í dag frekar en þrjú á morgun. Man eftir þessari útsölu frá 1987 á sama tíma og ,,skattlausa árið“ gekk yfir. Þá fékk ég einmitt fermingargræjur úr Miklagarði. Man eftir menntaskólaárunum þegar niðursveiflan var hafin og allir lúxusbílar voru einmitt 1987 árgerð, þegar ég var í Árnagarði árið 1994 var atvinnulífið í ruglinu og nýútskrifaður rafmagnsverkfræðingur vann á loftbor við að brjóta múrinn utan af húsinu í sérstöku atvinnuátaki. Enda vildum við ekki menntun, vísindi og nýsköpun árið 1987. Núna á meira að segja að skattleggja lestur til viðbótar.