Tímakistan kemur í búðir í næstu viku!

Tímakistan eftir Andra Snær Magnason er að koma út. Kápumynd gerði Katla Rós.

Tímakistan eftir Andra Snær Magnason er að koma út. Kápumynd gerði Katla Rós.

Ég hef fengið í hendur fyrsta eintakið af Tímakistunni! Hún kemur út í næstu viku. Hér má lesa um stúlku sem vaknar í draugaborg þar sem mosavaxnir bílar líkjast broddgöltum. Hér er óður konungur sem vill sigra tímann, Exel aðstoðarmaður hans sem breytir lofti í gull, nashyrningar, dádýr, kóngulær, Prinsessan af Pangeu og margt fleira. Bókin er fyrir núverandi og fyrrverandi börn – og ég verð með útgáfuhóf í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 6. nóvember klukkan 20:00. Tek Steve Jobs á þetta. Verð á stóra sviðinu, fer yfir sviðið frá Draumalandinu til framtíðar og kíki í Tímakistuna. Leynigestir og heiðursgestir auglýstir síðar.