Hvernig líður flækjunni?

Eins og hér má sjá hefur vegagerðin hannað umfangsmikil mislæg gatnamót og slaufur - sem taka meira landrými en gatnamótin þar sem tugþúsundir bíla fara um daglega.

Eins og hér má sjá hefur vegagerðin hannað umfangsmikil mislæg gatnamót og slaufur – sem taka meira landrými en gatnamótin þar sem tugþúsundir bíla fara um daglega.

Ég sé að fólk er farið að deila þessum pistli hér um Gálgahraunið og það minnir mig á eitt. Í úrskurði Vegamálastjóra og bæjarstjórans í Garðabæ virðist felast viðurkenning á því að ofangreint umferðarmannvirki sé óþarfa umfangsmikið og kostnaðarsamt. Ég skil ekki að íbúar Ásahverfis vilji skipta út útsýni yfir fallegt hraun fyrir þessa flækju. Hugsanlega er þetta landlægur skortur á tíma frekar en ímyndunarafli. Fólk hefur ekki tíma til að sjá hlutina fyrir sér, en útsýni hefur bein áhrif á fasteignaverð. En bæjarstjóri og Vegagerðin tóku undir gagnrýnina að einu leyti:

,,Þó hafa verið gerðar athugasemdir við mislæg gatnamót og að vegslaufur eyðileggi hraunbrúnina að austanverðu, auk þess sem það sé dýr framkvæmd. Garðabær og Vegagerðin munu í tilefni af því kanna og stefna að því að þar komi hringtorg og undirgöng fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur í stað mislægra gatnamóta, enda hafi það ekki áhrif á framkvæmdina að öðru leyti.”

Sjá nánar hér.

Nú má spyrja – hefur þessu verið fylgt eftir? Eru komnar fram teikningar eða frumdrög? Hvað sparast mikið? Það munar um hvern tug milljóna milljónir og offjárfesting í umferðarmannvirkjum er alltaf hrein sóun. Hundrað milljónir í bætur til verktakans eru tíu sinnum betri en að sóa milljarði að óþörfu. Menn viðurkenna of umfangsmikil mannvirki en ganga samt til samninga við verktakann – er ekki eitthvað skrítið við það?