Erindi á Haustþingi Advania

Ég hélt erindi á Haustþingi Advania þar sem ég nýtt mér meðal annars fyrirlestur frá 2006 þar sem ég var í pallborði ásamt Hreiðari Má þáverandi forstjóra Kaupþings. Þá varpaði ég fram einni nokkuð ögrandi spurningu: Ef Hreiðar fer á hausinn og ég fer á hausinn – hver á að halda uppi heilbrigðiskerfinu? Þetta var ekki spádómur um hrun eða ótrúleg innsýn í bankaheiminn heldur var þetta í samræmi við aðrar hugmyndir í Draumalandinu, um að við ættum að forðast að líta svo á að við lifðum í eina möguleika allra möguleika. Í Draumalandinu skrifaði ég einkum um herstöð, álver og virkjanir en þegar við ákváðum að verða bankaþjóð þá beindum við stórum hluta af okkar stærstu náttúruauðlind (fólkinu) þangað. Á sama tíma myndi þetta sama fólk ekki byggja upp aðra hluti. Þannig að ég velti fyrir mér árið 2006, hvaða aðra möguleika við ættum til að halda uppi heilbrigðiskerfinu og menningarlífinu. Sýnist að allt sem þar stendur eigi jafn vel við í dag.