Friðardúfugæsir í Biskupstungum

Þann 11. octóber fór ég í dálítinn bíltúr með Þorfinni leikstjóra Draumalandsins og John Perkins friðarverðlaunahafa Yoko Ono. Við ókum fram hjá Vatnsleysu, sem er bærinn þar sem Þorfinnur gerði hagamúsamyndina sína um Óskar og Helgu. Þegar við fórum hjá flaug upp stór gæsahópur á meðan álftir sem voru þarna í þúsundatali sátu sem fastast. Það var ljóst að önnur tegundin var friðuð en hin ekki. Gæsahópurinn flaug á brott en í kveðjuskyni bjuggu þær til þessa líka fallegu friðardúfu.