Hvaðan kemur hráefnið?

Íslendingar eru ekki mjög meðvitaðir um hvaðan hráefnið kemur sem er notað í verksmiðjunum hér á landi. Fyrir þá sem ekki vita hvaðan hráefnið kemur í verksmiðju Alcoa hér á landi má benda á þessa frétt Al Jazzeera frá Jamaica en eftir því sem ég veit best þá hefur Century einnig haft talsverð umsvif. Þessi frétt hér á Bloomberg er einnig athyglisverð. Hún fjallar um hvernig fyrirtækið fer á svig við lög og veldur eyðileggingu á Amazon svæðinu. Hér má síðan sjá aðra frétt frá Gíneu.

 

Ef Íslendingar ætla að verða háðir þessari keðju þar sem fyrirtæki renna saman og eru keypt og seld og Century í dag er Alcoa eða Rusal á morgun – verða menn að þekkja eðli hans og umsvif á heimsvísu. Og láta sig varða ef hráefnið sem hingað kemur veldur öðrum skaða.