Lagarfljótið dautt – er Mývatn næst?

549163_10151522737347069_396380455_n

Þá er komið í ljós það sem margir óttuðust. Lagarfljótið er dautt. Það er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart. Sjálfur skrifaði ég heila bók vegna málsins. Það var alltaf talað um að maður þyrfti að hafa farið lengst upp á öræfi til að hafa skoðun á virkjuninni fyrir Alcoa, það var fjarri lagi. Það var nóg að hafa séð Lagarfljótið.

,,Sá sem hefur séð Lagarfljót hefur „farið þangað“. Heilli jökulá verður bætt í fljótið, dulgrænn liturinn verður brúnn, vatnið kólnar, vatnsborð hækkar og rífur bakkana. „Lagarfljótið verður grimmara,“ sagði mér gamall maður sem hefur búið við Lagarfljótið alla ævi. Kárahnjúkar hvergi nærri og hann hefur sjálfur aldrei „komið þangað“. Héraðsflói missir sína Jöklu og framburðinn sem nærir hafið og heldur uppi ströndinni. Selalátur við strönd Héraðsflóa munu eyðileggjast, land mun brotna og færast innar og spilla náttúruparadísinni við Húsey sem verður umflotin vatni innan áratuga. Ekkert af þessu er í augsýn við Kárahnjúka. Fossaröðin innst í Fljótsdal verður þurrkuð upp. Kárahnjúkar hvergi nærri. Risavaxnar raflínur inn á Reyðarfjörð. Kárahnjúkar hvergi nærri.“

Lagarfljótið er dautt og nú er mikilvægt að spyrja sig. Lærum við af reynslunni? Hvernig eru áhyggjur manna af borunum Landsvirkjunar of nærri Mývatni, áhrifum á ferksvatnsstrauma inn í vatnið, áhrif á grunn lífríkisins sem gerir Mývatn að einhverju sérstæðasta vatni í veröldinni? Hvernig haga menn sér nærri slíkri perlu – er von á næstu dánartilkynningu eftir 10 ár: Mývatn er dautt? Lesið þetta blogg hér:

http://www.dv.is/blogg/gudmundur-hordur/2012/7/27/haettuspil-landsvirkjunar-vid-myvatn/

Nú liggur fyrir risavaxin meðgjöf af hálfu ríkisins til Kísilverksmiðju á Bakka. Hún þarf aðeins 10% af orku sem álver þyrfti á að halda en samt sem áður þarf að taka gríðarlega áhættu nærri bökkum Mývatns, til að ná í þessa litlu orku.

Við skulum spyrja okkur. Hvernig fóru menn að því að drepa Lagarfljótið? Hvaða fyrirtæki og stjórnmálamenn ættu að hafa það á sakaskrá sinni? Eru ekki ferlar sem eiga að koma í veg fyrir slík voðaverk? Jú, það er til svokallað umhvefismat. Það var lagt fyrir Skipulagsstofnun og svona hljóðaði úrskurðurinn:

6. ÚRSKURÐARORÐ
Í samræmi við 11. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 hefur
Skipulagsstofnun farið yfir þau gögn sem lögð voru fram af Landsvirkjun við
tilkynningu samkvæmt 10. gr. sömu laga ásamt sérfræðiálitum, umsögnum,
athugasemdum og svörum Landsvirkjunar við þeim.
Með vísan til niðurstöðu Skipulagsstofnunar sem gerð er grein fyrir í 5. kafla þessa
úrskurðar er lagst gegn Kárahnjúkavirkjun allt að 750 MW, eins og hún er lögð fram í
tveimur áföngum og fjórum verkhlutum, vegna umtalsverðra umhverfisáhrifa og
ófullnægjandi upplýsinga um einstaka þætti framkvæmdarinnar og umhverfisáhrif
hennar.

http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/671/2000110003.PDF

Kárahnjúkavirkjun var hafnað en þá voru ofbeldismenn við völd á Íslandi. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson. Þeir fylgdu engum leikreglum og sniðgengu bæði vísindalegar og lýðræðislegar leikreglur. Siv Friðleifsdóttir sneri úrskurðinum við. Virkjunar og framkvæmdamenn, ASÍ og aðrir voru full sáttir við að þannig væri landinu stjórnað. Lagarfljótið var ekki eyðilagt óvart, það var eyðilagt vísvitandi af spilltum stjórnmálamönnum sem virtu ekki leikreglur samfélagsins, virtu ekki faglega ferla og þoldu ekki upplýsta umræðu. Við skulum ekki gleyma því að mönnum var hótað, menn voru beittir þrýstingi. Þetta eru sömu menn og settu Ísland á hausinn svo það þarf ekki neitt að koma á óvart.

Told you so segja sumir. Alcoa getur sagt ,,sold you so“. Það voru fjölmargir möguleikar aðrir á Austurlandi en við bjuggum því miður við afar óskapandi og vanhæfa leiðtoga með enga framtíðarsýn. Lagarfljótið er dautt en það gengur aftur í vörum frá Alcoa og drepur fólk í fjarlægum löndum:

http://www.mbl.is/bill/frettir/2013/03/07/jay_leno_keyrir_alcoa_herjeppa/

Skemmtilegt hvað það stangast á við þessa frásögn hér á vefsíðu Alcoa:

http://www.alcoa.com/iceland/en/news/whats_new/2006/2006_not_military.asp

 

One thought on “Lagarfljótið dautt – er Mývatn næst?

  1. Bakvísun: Númer 1 – Umhverfisráðuneytið lagt niður | Syndaregistur sérhagsmunastjórnarinnar

Lokað er á athugasemdir.