Allt að gerast í Brazilíu – Tímakistan og LoveStar

Ferill minn er býsna ólínulegur þegar komið er út fyrir landsteina og nú nýlega var LoveStar að koma út í Brazilíu, um það bil 16 árum eftir útkomu bókarinnar hérlendis. Langlífi bóka er auðvitað ákveðið lúxusvandamál fyrir rithöfund og frábært að sjá LoveStar lifa svona ágætu og löngu lífi, nú er hún talsvert borin saman við Black Mirror seríuna og einhver hefur haft á orði að sumt í ákveðnum þáttum þar fari full nærri LoveStar, ég skal ekki meta það. Í Brazilíu fylgir LoveStar fylgir í kjölfar Tímakistunnar sem kom út í fyrra og þar er ég að eignast í fyrsta sinn lesendur sem lesa eina bók og síðan aðra strax í kjölfarið. Tímakistan og LoveStar koma út hjá Morro Branco, sem er vaxandi forlag í Sao Paulo með marga virta og góða höfunda. LoveStar virðist vera einstaklega vel úr garði gerð skv Instagram myndum sem ég hef séð. Ég er ekki enn kominn með eintak í hendurnar. Blái hnötturinn kom út í Brazilíu fyrir nokkrum árum, þannig að nú eru þrjár bækur fáanlegar á Portúgölsku.

Tímakistan hefur fengið fullt af góðum dómum og umsögnum frá lesendum. Þar sýnist mér titillinn hitta vel í mark: A Ilusao do Tempo, eða Tímablekkingin / Sjónverfing tímans. Mjög ljóðrænn og góður titill sem hæfir vel portúgölskunni. Þýðandi tímakistunnar er Suzannah Almeida. Þýðandi LoveStar er Fabio Fernandez hefur komið víða við en meðal höfunda sem hann hefur þýtt eru goðsagnir vísindaskáldsögunnar: Isaac Asimov, Philip K. Dick og William Gibson.

Hér er fullt af fimm stjörnu dómum um Tímakistuna.

Hér er stórt viðtal við mig í einu stærsta dagblaði Brazilíu:

Hér er ritdómur um Tímakistuna:

https://www.correiodocidadao.com.br/noticia/uma-fabula-que-nos-avisa-sobre-o-nosso-futuro-a-ilusao-do-tempo

Annar dómur hér:

http://acervodoleitor.com.br/a-ilusao-do-tempo-resenha/

Og hér er dómur um LoveStar:

http://www.ficcoeshumanas.com/fantasia–ficcao-cientifica/resenha-lovestar-de-andri-snaer-magnasson

Suður Amerískar bókmenntir hafa alltaf haft mikil áhrif á mig og það er mikill heiður að fá góðar móttökur þarna niðurfrá í hjarta töfraraunsæisins.

 

Tíðindi úr Danaveldi – Tímakistan í blöðunum og Blái hnötturinn á svið

Um daginn var stór grein í Information um Tímakistuna og afar góður dómur í Weekendavisen. Bókin er ekki komin út en hún kemur út í byrjun næsta árs. Hér er hlekkur á dóminn í Weekendavisen eftir Damián Arguimbau sem er afar fínn og endar á þessum orðum:

Jeg har ikke tidligere set eventyrgenren så fint bundet op med en sci-fi-historie, en fantasy-fortælling og et nutidsdrama alt sammen på én gang. Det er virkelig elegant og fuld af overraskelser. Det undrer mig derfor heller ikke, at bogen allerede har vundet et par priser på Island. Det skulle ikke undre mig, om den også vandt Nordisk Råds børne-og ungdomslitteraturpris.

Og í tilefni af tilnefningum til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í Barnabókmenntum birtist þetta viðtal hér í Information. Mjög langt og fínt viðtal. ,,Hvis tiden gik kun for de andre.“12695_10201791618865423_1122174898_n

 

Og svo er Sagan af bláa hnettinum að koma upp á stórasviðinu í Borgarleikhúsinu í Álaborg, leikstjóri er Jakob F. Schokking. Sagan sjálf hefur ekki verið fáanleg í Danmörku um árabil, aðeins á bókasöfnum, en hún er núna fáanleg sem rafbók. Draumalandið er enn fáanleg á dönsku og heitir Drömmeland.

 

Screen Shot 2014-10-26 at 9.02.33 AM

 

 

 

 

Upptaka frá HÍ – hvernig verður bók til?

Hér fyrir neðan er upptaka af innleggi Andra Snæs Magnasonar í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? sem hefur verið haldið úti af námsbraut í ritlist og Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóla Íslands frá 2009. Fyrirlesturinn fór fram í stofu 101 í Lögbergi milli 12 og 13 fimmtudaginn 13. febrúar 2014.

Hvernig verður bók til?

Ég hélt mér einkum við Bláa hnöttinn en hafði ætlað mér að fara um víðan völl og inn í önnur verk, en Blái hnötturinn reyndist meira en nóg fyrir eina kennslustund, þó kom ég við bæði í LoveStar og Draumalandinu og Bónus ljóðum. Það var gott stuð í salnum og skemmtileg stund að mér sýndist. Hér er upptaka af þessum fyrirlestri.

Það er aldrei að vita nema ég hendi inn nokkrum frumgögnum til viðbótar svo fólk geti lesið og áttaði sig á því hvert ég var að fara. Þar með talinn áður óbirta endann á LoveStar, millikaflann í Bláa hnettinum, umsókina um listamannalaun frá 1998 sem lýsir hugmynd höfundar um verkið áður en það kom út og reyndar – áður en það var skrifað og kannski nokkur ljóð eftir Bergsvein Birgisson. Ég hafði ætlað mér að lesa þau í Háskólanum en gleymdi að lesa – eitt þeirra úr Innrás liljanna varð kveikjan að skógarbirni og heilum kafla í Bláa hnettinum.

Eru Danmörk og Svíþjóð hluti af öxulveldi hins illa?

Hef hingað til ekki verið 100% með eða á móti aðild að ESB. En undarlegt að sjá hvað rökin gegn sambandinu eru sífellt meira rugl. Stjórnmálamenn tala um ESB eins og einhverskonar öxulveldi hins illa – Svíþjóð, Finnland, Eistland, Holland, Belgía, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Frakkland, Danmörk osfrv … nánast öll Evrópa nema Noregur og Ísland. Er þessi hópur á bak við óeirðirnar í Úkraínu? Er sæmandi að senda nágrannalöndum okkar endalaus neikvæð og vænisjúk skilaboð? Er farsælt að dissa Evrópu en daðra við Rússland og Kína þar sem jafnvel facebook færslur eru bannaðar? Heimurinn er að renna saman og við höfum ekki innviði til að búa til lög og reglur um allt sem þarf að ná utan um í flóknum heimi. Okkur er nánast ofviða að þýða lögin, hvað þá að búa þau til. Við höfum ekki innviði til að meta flókin deilumál í heiminum. Utanríkisráðherra Íslands ætti í flestum tilfellum að vera á sömu skoðun og utanríkisráðherrar norðurlandanna, nema kannski þegar kemur að mygluostum. Ég trúi ekki að hér sé raunverulega fólk sem fílar þennan dónaskap og derring – ESB eða ekki – hvorki paradís né heimsendir – en það er nóg komið af þessu rugli .