Tíminn og vatnið – fyrsti viðburður er 2. október

Í haust verð ég með þríleik í Hannesarholti byggðan á verki sem ég er með í vinnslu og má segja að fjalli um ,,Tímann og vatnið“. Á þessari öld spá vísindamenn grundvallarbreytingum á eðli vatnsins á jörðinni. Jöklar bráðnar hraðar en dæmi eru um, hafsborðið rís og hafið súrnar hraðar en sést hefur í 30 milljón ár og veðrakerfi raskast með tilflutningi á regni og grunnvatni. 100 ár eru fyrir okkur eins og órafjarlæg framtíð en ef maður talar við 100 ára gamla manneskju voru hundrað ár undrafljót að líða.

Fyrsta kvöldið er 2. október og fjallar um Tímann ogísinn þar sem Helgi Bjornsson miðlar af sinni visku og Árni Heiðar Karlsson leikur af fingrum fram. Þann 25. október verður fjallað um ,,Tímann og hafið“ en Hrönn Egilsdóttir sjávarlíffræðingur verður með mér og Jónas Sigurðsson tónlistarmaður. Hið þriðja verður 8 nóvember og fjallar um tímann og andrúmsloftið en Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir verður með mér þar og Svavar Knútur. Hvert kvöld er sjálfstætt en þau mynda þó eina heild. Væri gaman að sjá sem flesta. 

nánari uppl´ýsingar hér:

http://www.hannesarholt.is/vidburdir/vidburdir/audur-islands-timinn-og-vatnid