LoveStar

Lovestarkapa

LoveStar kom út á íslensku árið 2002.

Alþjóðlega stórfyrirtækið LoveStar hefur komið landinu á heimskortið – markaðssett dauðann, komið skipulagi á ástina og reist stórfenglegasta skemmtigarð sögunnar í Öxnadal þar sem LoveStar blikkar á bak við ský. Indriði og Sigríður eru handfrjálsir einstaklingar í þessu hátæknivædda samfélagi. Þau telja sig hafa fundið ástina upp á eigin spýtur þar til hræðilegt bréf berst frá stórveldinu. Á sama tíma er LoveStar sjálfur um það bil að gera stærstu uppgötvun allra tíma og stemningsdeildin hefur stórfenglegar áætlanir um hvernig megi fullkomna LoveStar veldið. Og tíminn er naumur …

Skáldsagan LoveStar eftir Andra Snæ Magnason (2002) var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hún hlaut bæði Menningarverðlaun DV í bókmenntum og Bókaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Hún var einnig tilnefnd til Phillip K. Dick verðlaunanna í USA.

lovestarcoverusa

10346180_753960131346337_7253910238763131451_n Lovestarkapa LOVESTAR

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.