„Þið skáldin eruð ekki í neinum tengslum við raunveruleikann,“ segir leigubílstjóri við Andra Snæ Magnason í upphafi þessarar frumlegu og makalausu bókar. Skáldið svarar kallinu og fer með lesandann í óvenjulegt ferðalag um íslenskan samtíma. Með því að skoða hlutina frá frumlegu og skáldlegu sjónarhorni lýkur Andri Snær upp algerlega nýrri sýn á kunnuglega hluti. Í Draumalandinu víkur Andri Snær af braut fantasíu, bónusljóða og blárra hnatta og ræðst að kjarna stærstu mála samtímans. Allt myndar þetta hraða og spennandi bók sem hrærir upp í heimsmyndinni. Draumalandið er áhrifamikil bók um brýnustu málefni okkar tíma, skrifuð af þekkingu og fágætri ástríðu sem hreyfir við hverjum lesanda. Svona bók hefur aldrei verið skrifuð áður á íslensku!
Draumalandið er komin út í enskri þýðingu, danskri, japanskri og á þýsku.
Nánar um kvikmyndina á www.draumalandid.is