Ferill minn er býsna ólínulegur þegar komið er út fyrir landsteina og nú nýlega var LoveStar að koma út í Brazilíu, um það bil 16 árum eftir útkomu bókarinnar hérlendis. Langlífi bóka er auðvitað ákveðið lúxusvandamál fyrir rithöfund og frábært að sjá LoveStar lifa svona ágætu og löngu lífi, nú er hún talsvert borin saman við Black Mirror seríuna og einhver hefur haft á orði að sumt í ákveðnum þáttum þar fari full nærri LoveStar, ég skal ekki meta það. Í Brazilíu fylgir LoveStar fylgir í kjölfar Tímakistunnar sem kom út í fyrra og þar er ég að eignast í fyrsta sinn lesendur sem lesa eina bók og síðan aðra strax í kjölfarið. Tímakistan og LoveStar koma út hjá Morro Branco, sem er vaxandi forlag í Sao Paulo með marga virta og góða höfunda. LoveStar virðist vera einstaklega vel úr garði gerð skv Instagram myndum sem ég hef séð. Ég er ekki enn kominn með eintak í hendurnar. Blái hnötturinn kom út í Brazilíu fyrir nokkrum árum, þannig að nú eru þrjár bækur fáanlegar á Portúgölsku.
Tímakistan hefur fengið fullt af góðum dómum og umsögnum frá lesendum. Þar sýnist mér titillinn hitta vel í mark: A Ilusao do Tempo, eða Tímablekkingin / Sjónverfing tímans. Mjög ljóðrænn og góður titill sem hæfir vel portúgölskunni. Þýðandi tímakistunnar er Suzannah Almeida. Þýðandi LoveStar er Fabio Fernandez hefur komið víða við en meðal höfunda sem hann hefur þýtt eru goðsagnir vísindaskáldsögunnar: Isaac Asimov, Philip K. Dick og William Gibson.
Hér er fullt af fimm stjörnu dómum um Tímakistuna.
Hér er stórt viðtal við mig í einu stærsta dagblaði Brazilíu:
Hér er ritdómur um Tímakistuna:
Annar dómur hér:
http://acervodoleitor.com.br/a-ilusao-do-tempo-resenha/
Og hér er dómur um LoveStar:
http://www.ficcoeshumanas.com/fantasia–ficcao-cientifica/resenha-lovestar-de-andri-snaer-magnasson
Suður Amerískar bókmenntir hafa alltaf haft mikil áhrif á mig og það er mikill heiður að fá góðar móttökur þarna niðurfrá í hjarta töfraraunsæisins.