Bónusljóð hafa verið ófáanleg um langt skeið en nú eru þau loksins komin út í endurbættri útgáfu, 44% fleiri ljóð en í upphaflegu útgáfunni.
Bónusljóð lýsa guðdómlega gleðilegu ferðalagi gegnum undraheim Bónusverslunar sem er skipt eins og Guðdómlega Gleðilleiknum eftir Dante. Við byrjum í Paradíso, grænmetisdeildinni, förum í Inferno, Kjötvörurnar og endum í Purgatorio, hreinlætisvörunum.
Bónusljóð hafa átt óvæntu fylgi að fagna erlendis, hún er til dæmis metsölubók í Færeyjum en Sanna Andrassardottir Dahl þýddi hana fyrir Unga Föroyar.
Walter Rosselli þýddi bókina fyrir Nottetempo og franska útgáfan var einnig þýdd af Walter og kom út hjá Editions d’en Bas á frönsku.
Þýska útgáfan var þýdd af Tinu Flecken og gefin út hjá Orange Press
Ensku útgáfuna þýddi Elísabet Jóhannesdóttir og Forlagið sér um útgáfu og dreifingu ásamt Bónus.
Hér er myndband sem ég gerði fyrir ensku útgáfuna: