Sagan af Bláa hnettinum á Akureyri

Myndasafn

Hér hef ég tekið saman flest eintökin af Sögunni af Bláa hnettinum sem ég á sjálfur. Mig vantar nokkur í safnið, ekki síst þá litháísku sem ég hef aldrei séð eða eignast. Þessar bækur verða til sýnis á Amtsbóksafninu á Akureyri í febrúar eða eins og ségir hér í tilynningu frá Amtsbókasafninu:

,,Í febrúar fögnum við fjölbreytileikanum og tileinkum mánuðinn hinum ýmsu tungumálum sem töluð er á Akureyri og fleiri til – Við sýnum þýðingar á sögu Andra Snæs Magnasonar af bláa hnettinunum en sagan hefur verið þýdd á yfir 30 tungmál.  Mismunandi útgáfur á ólíkum tungumálum sýna vel þann skemmtilega mun sem er á málum okkar og letri

Laugardaginn 6. janúar fáum við fulltrúa nokkurra þeirra tungumála sem við höfum hér í bænum til þess að lesa upp úr bókinni og leyfa okkur að heyra hvernig þau hljóma.“

Ég er að vona að ég nái að koma arabísku þýðingunni til þeirra í handriti en hún kemur ekki út fyrr en á næsta ári. Hér má sjá börn í Huidong í Kína lesa úr sögunni af Bláa hnettinum: