Sagan af bláa hnettinum komin út í Ameríku

Hér er myndband á einskonar ensku um Söguna af Bláa hnettinum.

Sagan kom nýlega út hjá Seven Stories Press í USA.

Ameríka er risastór og þetta er harður heimur og ég er hjá litlu forlagi. Dómar hafa verið fínir og salan er ágæt en Amazon er aðeins of róleg fyrir mitt keppnisskap. Allt of margar lélagar bækur seljast betur. Ef einhver hefur lesið bókina má hann endilega skella inn dómi á Amazon:

Bókin er búin að fá fullt af afar fínum dómum – en það sem skiptir mestu er orðsporið. Þannig að ef þið þekkið einhvern í Ameríku megið þið gjarnan segja þeim að kaupa einn eða tvo bláa hnetti. Og kannski að öllu gamni slepptu – þá er allur stuðningur vel þeginn. Sagan er ein af örfáum íslenskum barnabókum sem hafa komið út í USA.

Hér eru nokkrir dómar og viðtöl:

http://www.typographicalera.com/the-story-of-the-blue-planet-by-andri-snaer-magnason/

http://www.typographicalera.com/a-conversation-with-andri-snaer-magnason/

Og hér er einn mikilvægur í New York Times:

http://www.nytimes.com/2012/11/11/books/review/the-story-of-the-blue-planet-by-andri-snaer-magnason.html?_r=0