Á sunnudag hefst norræn bókasafnsvika undir yfirskriftinni Magiska Norden. Af því tilefni verður viðburður í Norræna húsinu sunnudaginn 7. nóvember klukkan 16:00 þar sem Einar Már Guðmundsson og Andri Snær Magnason fjalla um fantasíu og töfra í norrænum bókmenntum. Norræna bókasafnsvikan er talin ein stærsta upplestrarhátíð í heimi en lesið verður úr fjórum bókum í c.a 2000 bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum. Lesa má nánar hér um viðburðinn í Norræna húsinu á sunnudag og á vefsíðunni www.bibliotek.org stendur þetta um norrænu bókasafnsvikuna:
Stærsta upplestrarhátíð veraldar?
Hugsanlega verður sett nýtt heimsmet í upplestri þegar mörgþúsund manns hlýða samtímis á upplestur á eigin tungumáli út frá þemanu ,,Töfraheimar Norðursins“ á ríflega 2000 stöðum víðsvegar á Norðurlöndum.
Þegar rekkja tekur er mögulegt að bókasafnið þitt bjóði upp á vel fluttan upplestur upp úr Eddunni eða úr hinni hrollvekjandi sögu ,,Låt den rätte komma in“ eftir sænska rithöfundinn John Ajvide Lindqvist.
Snemma um morguninn hlusta norræn leik- og grunnskólabörn á upplestur úr bókunum ,,Dóttir ávítarans“ eftir dönsku skáldkonuna Lene Kaaberbøl og ,,Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason.
Ókeypis þátttaka
Bókasöfn, skólar og félagasamtök geta skráð sig frítt hér á heimasíðunni og fá þá send veggspjöld og póstkort. Einnig er hægt að sækja upplestrartexta ársins á síðunni auk hugmyndaskrár með ábendingum um dagskrá.
Velkomin í gamaldags huggulega sögustund í sönnum norrænum anda ,,Í ljósaskiptunum“!