Hugsjónin Ísland

Hugsjónin Ísland
– Ræða á útifundi –
Austurvöllur 15. nóvember 2008.
Andri Snær Magnason

Við erum víst gjaldþrota segja útlensku blöðin. Þau íslensku segja að þetta sé allt að sleppa fyrir horn. Við erum gjaldþrota og alþingi ráðþrota.

Hér var barist árið 1949. Fólkið bað um þjóðaratkvæði – menn voru nýbúnir að fá sjálfstæðið en lýðræðinu var strax stolið af þjóðinni. Menn vildu bara kjósa, það var kjarni umræðunnar. Strax voru komnir flokkar sem töldu sig vita betur en fólkið eða lýðurinn – þetta skelfilega forskeyti í orðinu lýðræði. Þá var barist en við hvern ættum við að berjast? Við sitjum öll í sömu súpunni – lögreglan líka, lögregla sem verður gjaldþrota missir starfið. Ekki trufla lögregluna, leyfið henni að hlusta og berið virðingu fyrir Alþingishúsinu, það er þjóðargersemi.

Halda áfram að lesa