Kosningavaka, kosningakaffi og akstur á kjörstað

Í dag, 25. júní, tryggjum við að allir sem vilja kjósa komist á kjörstað. Hringdu í síma 777 6666 og pantaðu hjá okkur akstur á kjörstað.

Við fögnum líka hátíðisdeginum sem kjördagur er með kosningakaffi í kosningamiðstöðinni í Borgartúni 16. Fjölbreytt afþreying fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina, s.s. fiskasmiðja að hætti Áslaugar Jónsdóttur myndhöfundar, skutlugerð og upplestur úr barnabókum þar sem forsetar koma við sögu. Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og meðlæti að hætti hússins.

Kosningavaka
Klukkan 21:00 ætlum við svo að hittast í Iðnó og halda frábæra kosningavöku þar sem við munum gleðjast saman og fylgjast með tölunum detta inn á risatjaldið.
Tilboð verður á barnum og tónlist mun óma um þetta fallega hús. Húsið opnar kl. 21:00 og allir lýðræðiselskandi Íslendingar eru hjartanlega velkomnir!
Tryggjum frábæra kosningaþáttöku á laugardaginn – hnippum í vini og vandamenn, ekki síst unga fólkið!


Forseti sem sómi yrði að

Fjölmargir hafa lýst yfir stuðningi við Andra Snæ Magnason undanfarna daga, á lokaspretti baráttunnar um kjör til embættis forseta Íslands. Í dag birtist skelegg grein eftir Guðrúnu Helgadóttur, rithöfund og fv. Alþingismann, þar sem hún segir meðal annars: „Land, þjóð og tunga er aleiga okkar, ofar öllu. Hana ber forsetanum okkar að annast af ást og alúð, framar öllu öðru. Til þess þarf mikla reynslu. Andri Snær hefur reynsluna.“

Annar rithöfundur, Oddný Eir Ævarsdóttir, ritar í Suðra í dag að hún geti ekki hugsað sér betri forseta en Andra Snæ, „þann sem hefur innsæi og ímyndunarafl; þann sem getur ímyndað sér hvað er gott fyrir land og þjóð, hugsað út fyrir aðstæður hér og nú, ringulreið og pólitískt þras. Einhvern sem þar að auki þekkir mismunandi svið mannlífsins af eigin raun. Þekkir og virðir náttúru lands og þjóðar.“

Fulltrúi jarðarinnar

Úr annarri átt kemur stuðningur vefforitarans Guðmundar R. Einarssonar sem segist á bloggi sínu hafa flakkað á milli þeirra frambjóðenda sem höfðuðu sterkst til hans og spurt þá hvort þeir hyggðust nota embættið til að styðja við útflutning á íslensku frumkvöðlastarfi og tækni. Svörin þóttu honum misgóð og eftir að hafa heyrt þau átti Andri Snær atkvæðið hans.

Hrund Ólafsdóttir, leiklistarkennari og leikskáld, lýsir því í grein í Vísi hvernig Andri hefur ferðast innan lands og utan til að tala við börn um bókmenntir og skapandi starf, og heldur áfram: „Andri Snær talar við þjóðina alla á þennan sama hátt en hann gerir líka nokkuð sem er enn mikilvægara: Hann hlustar á fólk og ræðir við það um hvernig framtíð þjóðin vill. Hann sjálfur er svo einna færastur okkar til þess að koma hugmyndum á framfæri.“

Eins og fleiri leggur Ásta Arnardóttir, jógakennari, áherslu á náttúruvernd í grein sinni í Vísi og segir: „Þegar við veljum forseta 21. öldinni þá erum við ekki bara að kjósa fulltrúa þjóðarinnar heldur líka fulltrúa jarðarinnar. … Þjóðarleiðtogar 21. aldarinnar eiga að hafa brennandi ástríðu fyrir því að bjarga jörðinni. Það er nánast of gott til að vera satt að við skulum á Íslandi hafa forsetaframbjóðanda sem lifir þann veruleika með þeim kærleika og því andlega þreki sem þarf til að stíga næstu skref.“

Afbragð annarra frambjóðenda

Í Vísisgrein sinni rifjar Guðfinnur Sigurvinsson upp þegar frú Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, samþykkti að verða heiðursgestur á frelsishátíð Samtakanna ‚78 þar sem lögum um staðfesta samvist var fagnað. „Með blíðu brosi stillti forseti Íslands sér upp fyrir blaðaljósmyndara með jaðarsettum og smáðum minnihlutahópi og engum gat dulist að Vigdís Finnbogadóttir var vinur hinsegin fólks. Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir homma og lesbíur inn á við og sendi út sterk skilaboð um að nýir og betri tímar væru handan við hornið. … Þannig hefur forsetinn áhrif og lyftir málum en Alþingi sjálf völdin.“

Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri, gerir framsýni Andra Snæs að umtalsefni í grein sinni í Stundinni og bendir jafnframt á hversu leikinn hann er að ræða umdeild mál við ólíka hópa fólks: „Hann hefur sýnt æ ofan í æ að hann er eitursnjall í þeirri list að velta við steinum og sjá það sem öðrum er hulið, hann stendur upp úr skotgröfum dægurþrassins eins og viti sem bæði sér langt og vítt og lýsir öðrum leið. Hann einblínir aldrei á eina leið til að leysa úrlausnarefni heldur sér marga ólíka möguleika sem henta ólíku fólki við ólíkar aðstæður og hann gefst ekki upp. Hann sér alltaf möguleika. Finnur alltaf valkosti. Tekur engu sem gefnu.“

Guðríður B. Helgadóttir ritar til stuðnings Andra Snæ á Feyki þar sem hún telur honum til tekna að hafa „skrifað safamiklar og margræðar ævintýrabækur fyrir börn og fullorðna … Í ljósi lífsreynslu minnar veit ég að Andri Snær er afbragð annarra frambjóðenda og vona  að hann verði næsti forseti Íslands.“

Óhræddur hugsjónamaður

Þórður Helgason, fv. háskólakennari, leggur áherslu á erindi Andra Snæs við unga fólkið í grein sinni á Vísi: „Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða.“

Gunnar Hersveinn, heimspekingur, kallar Andra Snæ „óhræddan hugsjónamann“ í Vísisgrein sinni og segir að hann sé „ friðsemdarmaður en einnig feikilega öflugur baráttumaður og af þeim sökum yrði hann mikilsverður þáttur í ásýnd og ímynd landsins … Andri getur verið beittur penni og orðhvöss tunga en sérkenni í framkomu hans eru þrátt fyrir það vinsemd og sátt, auk þess að búa yfir skarpri sýn á betri framtíð. Slíkur forseti yrði engin lydda, heldur óstýrilátur gagnvart skammsýni og þröngsýni.“

Fylgjendur á fésinu

Þá eru ótaldir ótal fylgjendur sem hafa ritað stuðningsyfirlýsingar á facebook en í þeim stóra hópi eru meðal annarra Saga Garðarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ingimar Karl Helgason, Samúel Jón Samúelsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjálmar Gíslason og Hlynur Hallsson. Hér látum við nægja að vitna í kónginn, Bubba Morthens: „Andri Snær þorði þegar fáir þorðu og sagði sannleikann. … Náttúra Íslands er það sem Andri Snær sagði að væri verðmætasta eign okkar Íslendinga. Andri Snær er sá sem þorði. Andri Snær er maður sem hefur rödd útí heimi, rödd sem er hlustað á.  … Andri Snær er heiðarlegur, sannur og yrði forseti sem sómi yrði að.“

Fleiri góðar greinar

Andri Snær eða Guðni – þar liggur enginn efi eftir Davíð Stefánsson

Andri Snær á erindi við Þingeyinga eftir Viðar Hreinsson

Þegar andstæður mætast eftir Einar Ólafsson

Orðstír þjóðar eftir Salvöru Jónsdóttur

Nýr forseti eftir Orra Vigfússon

Forseti nýrra tíma eftir Svavar Alfreð Jónsson

Krummaskuð, heimsborgir og forsetinn eftir Sigurð Jónsson

Forsetinn og hugsjónirnar efti Viðar Hreinsson

Andri Snær næsti forseti eftir Guðmund Gunnarsson

Af hverju Andri Snær forseti eftir Kristínu Völu Ragnarsdóttur

Forseti landsins eftir Auði Jónsdóttur

 


Opinn fundur Andra á netinu

andri5

Opinn fundur Andra Snæs Magnasonar var haldinn í kosningamiðstöðinni 22. júní. Mjög góður og hvetjandi fundur sem gaf aukinn kraft fyrir lokasprettinn. Fundurinn var tekinn upp og er hægt að horfa á hann á netinu. Ræða Andra hefst þegar tæpar 22 mínútur eru eftir af útsendingunni:

Opinn fundur Andra á netinu

 


Óvenju glæsilegur árangur

thordurhelgaÞegar dró að lokum síðustu aldar varð mörgum tíðrætt um nýja öld, hvað hún bæri í skauti sér. Margir töldu þá sýnt að ný öld yrði öld umhverfis og verndunar þess, öld varðstöðu um láð og lög.

Hin nýja öld bauð ekki upp á það, heldur kreppu í fjármálum, hrun sem misvitrir ráðamenn þjóðarinnar ollu og lék þjóðina grátt, ekki síst ungt fólk sem flykktist úr landi. Umhverfi og náttúra varð að bíða. Nú vitum við að ekki má við svo búið standa.

Andri Snær, sem nú býður sig fram sem forseta, hefur um árabil verið ötulasti málsvari umhverfisverndar. Ég hygg að fáir þeirra sem lásu Draumalandið og sáu kvikmyndina sem byggð var á bókinni hafi verið ósnortnir; hörmuleg niðurstaða blasti við og myndin af ráðamönnum var ekki kræsileg.

Ég fagna framboði Andra Snæs. Framboð hans má skoða sem eins konar yfirlýsingu; til forseta landsins býður sig fram maður með framtíðarsýn, sýn sem getur sannarlega haft áhrif til langs tíma þótt ljóst sé að hann getur ekki lagt mál sín fram með sama hætti og alþingismenn.

Ég sé fyrir mér að ungt fólk á Íslandi finni í Andra Snæ von um að hugarefni hans um náttúruvernd, listir, menningu og menntun fái aukinn meðbyr. Ungu fólki er ljóst að gengin spor undanfarandi ára hafa ekki verið í þess þágu. Þar verður að verða breyting á. Kjör Andra Snæs yrði því staðfesting þess að æðsta embætti þjóðarinnar léti sig það varða.

Ég hef lengi fylgst með skrifum Andra Snæs og veit manna best hvílík vinna og atorka liggur að baki verka hans. Þar hefur viðurkenndur átta tíma vinnudagur orðið að lúta í lægra haldi. Árangurinn er líka óvenju glæsilegur. Verk hans höfða jafnt til ungra sem aldinna, og ekki einungis á Íslandi. Þau hafa verið þýdd á ótal tungur og aflað þjóð vorri orðstírs sem vegur líklega talsvert upp á móti þeim svörtu blettum sem fallið hafa að orðspor okkar af augljósum ástæðum.

Líkast til er óhætt að fullyrða að enginn íslenskur höfundur hefur á síðustu árum náð til jafnmargra lesenda víða um heim og Andri Snær. Verk hans hafa líka verið ausin lofi og hlotið alls kyns verðlaun og viðurkenningar. Það yrði rós í hnappagatið á fremur slitinni þjóðarflík ef sú yrði raunin á að Íslendingum auðnaðist að kjósa Andra Snæ sem forseta.

Forseti getur haft áhrif; hann getur orðið fyrirmynd, hann getur hreyft við hugmyndum og með því hvatt til dáða. Ég þekki ekki aðra betri fyrirmynd fyrir þjóðina en Andra Snæ.

Þess vegna kýs ég Andra Snæ.

Þórður Helgason ljóðskáld, rithöfundur og kennari


Opinn fundur með Andra Snæ 22. júní

Andri Snær Magnason og Margrét Sjöfn Torp bjóða gesti velkomna á opinn fund miðvikudaginn 22. júní kl. 20-22 í Borgartúni 16. Mikilvægt er að taka stöðuna og stilla strengi fyrir lokasprettinn. Þau vonast til að sjá sem flesta en einnig verður streymt frá fundinum á netinu til að allir stuðningsmenn og leitandi áhugafólk um forsetakosningarnar 25. júní geti fylgst með. Allir velkomnir.

 

Fundarboð á facebook


Kappræður í Speglinum

Allir níu forsetaframbjóðendurnir sátu fyrir svörum í Speglinum á rás 1 í kvöld. Þar lagði Andri Snær sem fyrr áherslu á möguleika forsetans til að setja mál á dagskrá og nefndi hugðarefni sín: læsi og menntun, málefni stjórnarskrárinnar, náttúruvernd – ekki síst þætti sem ógna afkomu Íslands eins og bráðnun jökla og súrnun sjávar, og síðast en ekki síst mikilvægi þess að komandi forseti hafi með framgöngu sinni sýnt að hann geti efnt til málefnilegrar umræðu um knýjandi málefni og leitt saman ólíka hópa til að leysa flókin úrlausnarefni. Hlusta má á útsendinguna hér.


Kim jest Andri Snaer Magnason?

Drodzy przyjaciele,

Kandyduję na Prezydenta Islandii!

Kandyduję, ponieważ Prezydent może być drogą dla tworzenia nowych idei i nowych sposobów myślenia- i po wydarzeniach ostatnich lat i dni, naprawdę potrzebujemy świeżego podejścia.

Żyjemy w ciekawych czasach i w twórczym okresie historii- w którym podstawy naszego języka, przyrody i demokracji stoją na rozdrożu. Jesteśmy w momencie historii, w którym możemy określić ścieżki wiodące nas daleko w przyszłość.

Prezydent Islandii może łączyć ludzi, grupy i podnosić ważne dla nich sprawy. Prezydent Islandii może przekazywać sprawy ustawowe do publicznego referendum, on lub ona jest przedstawcielem za granicą, i dokładnie mówiąc jest jedyną osobą w Islandii wybieraną w bezpośrednich wyborach.

Prezydent może jednoczyć przeciwstawne głosy i może pomoć znaleźć wspólne rozwiązanie, ale on lub ona musi mieć jasne spojrzenie i odważny głos.

Jeśli każde pokolenie zostawi po sobie coś wspaniałego, to co powinniśmy chcieć uzyskać? Co możemy zrobić działając wspólnie, razem ?

Poniżej są trzy moje opinie, które mogą być ważnymi sprawami dla naszej przyszłości.

 

Przyroda

W ostatnich latach, naszym wyżynom zagrażały szeroko zakrojone plany rozwoju. Z różnych powodów, najbardziej ekstremalne plany nie zostały zrealizowane i te ogromne, nietknięte obszary pozostają niezmienione.

Wierzę, że Narodowy Park Centralnych Wyżyn jest jedną z najważniejszych spraw, które możemy zrealizować. Park Narodowy pozwoli określić istotność i wartość przyrody na jej własnych zasadach. Centralna część Wyżyn odpowiada za wizerunek Islandii, to jest część naszej tożsamości, która wzbogaca każdego z nas. 40 000 km2 Parku Narodowego wysłałoby jednoznaczną informację do świata, gdzie przyroda jest również zagrożona.

Problemy środowiska są i pozostaną największym wyzwaniem XXI wieku. Jeśli ziemia ma być nadal domem naszych dzieci, musimy przemyśleć i zmienić cały XX wiek. Takie zmiany są kluczowe, ale nie są negatywne- będą podstawą rozwoju w bliskiej i odległej przyszłości.

Jako naród rybaków, zależymy od oceanu. W mojej opinii, Przydent Islandii powinien mieć znaczący głos w sprawie ochrony oceanów. Dziecko, które wychowuje się na Islandii powinno być zainteresowane rybami. Pytanie czy wieloryby będą jadalne jest ważniejszym pytaniem, niż to czy wolno na nie polować.

Jeśli moje dzieci dożyją wieku, jakiego dożyła moja babcia, będą żyły w roku 2120. 1924 do 2120- to czas, który należy do nas. To jest czas, który możemy dotknąć gołymi rękami- czas tych, których znamy i kochamy i tych, których poznamy i pokochamy. Musimy nauczyć się myśleć w dłuższej perspektywie czasu niż kwartalne rozliczenia albo polityczne terminy. To dlatego probemy przyrody powinny być w centrum zainteresowania Prezydenta Islandii.

 

Ludzie

Równość, rownorzędne prawa i równe szanse są istotne, żeby nazwać nas narodem. Brałem udział w Narodowym Forum Konstytucji w 2010r., gdzie 1000 przypadkowo wybranych Islandczyków zebrało się i dyskutowało swoje wartości i wizje odnośnie przyszłości. Dało mi to nadzieję, ponieważ ten przekój narodu był grupą ludzi, którzy potrafili ze sobą rozmawiać.

Ogółowi narodu został udzielony głos i udowodniliśmy, że demokracja jest kreatywnym, stale rozwijającym się procesem. Po tym spotkaniu planowane było stworzenie nowego kontraktu społecznego i tekstu konstytucyjnego dla naszego społeczeństwa. To był unikalny eksperyment, który zwrócił uwagę świata.

To jest ważne, żeby ukończyć nową konstytucję. Potrzebujemy nowej umowy społecznej, a ten proces jest cały czas aktualny, chociaż został nieco naruszony. Nowa konstytucja musi być oparta na Narodowym Forum Konstytucji, na nowych ideach takich jak, że konstytucja pochodzi od ludzi, a nie jest czymś co zostało dane z góry.

 

Język  

Przez ostatnie 10 lat, biorąc udział w projektach dotyczących kreatwnego pisania, spotkałem ponad 20 000 dzieci tutaj na Islandii, i za granicą. Często pytam ich, czy mówią innym językiem niż islandzkim i w każdej klasie, przynajmniej jedno podnosi rękę i wymieniają różne języki.

Ci, którzy kultywują swój język narodowy rozumieją znaczenie języka samego w sobie. Język islandzki i inne języki potrzebują adwokata. Powinniśmy zadbać, żeby dzieci niosły kaganek i nauczyły się kochać język, w innym przypadku zaginie w ciągu jednego pokolenia.

Islandia musi być krajem szans dla dzieci, które przyjeżdżają tutaj żyć. Jednak badania pokazują, że wiele z nich ma problemy. Ale jeśli o nich zadbamy, w przyszłości staną się silnymi osobowościami, silnie zakorzenionymi w różnych kulturach. Jeśli prześpimy to zadanie, wiele dzieci może utracić swój język rodzinny bez nauczenia się w tym samym czasie języka islandzkiego. Języki są kluczem do świata, a Prezydent powinien dbać o tę sprawę.

 

Przyroda, demokracja i kultura – trzy słowa, które opisują spektrum problemów, którymi powinnien zajmować się Prezydent Islandii.

 

Co może zrobić nasze pokolenie?

  • Powinniśmy założyć Narodowy Park Centralnych Wyżyn, serce naszej przyrody
  • Powinniśmy ukończyć nową konstytucję, podstawę naszej demokracji
  • Powinniśmy dbać o nasze języki narodowe, korytarz dla naszych myśli i kultur

19. júní vöfflukaffi í miðstöðinni kl. 14

101 ár er liðið frá því konur fengu kosningarétt til Alþingis eða 19. júní 1915. Andri Snær Magnason og Margrét Sjöfn Torp halda upp á daginn í kosningamiðstöðinni í Borgartúni 16 milli 14 og 16 í dag.  Verið öll velkomin og það er tilvalið að bjóða með ungu fólki sem er að kjósa í fyrsta sinn laugardaginn 25. júní.

19. júní hefur verið kallaður kvennadagurinn og kvenréttindadagurinn frá árinu 1915. Þann dag hafa íslenskar konur og karlar og íslensk kvennahreyfing litið til baka og glaðst yfir fengnum rétti. Það verður gert í dag á kosningamiðstöðinni með kaffi og vöfflum. Búist er við skemmtilegu fólki og fjörugum umræðum.

Þess má einnig geta að í júní 1915 var gefinn út konungsúrskurður um núverandi gerð og útlit þjóðfánans.

Verið öll velkomin!


Dobrym człowiekiem – kveðja frá Iwona Gabriel

Kim jest Andri Snaer Magnasson?

Dobrym człowiekiem

Kim jest jego żona i dzieci?

Dobrą rodziną

Kim jestem ja?

Nazywam się Iwona Gabriel. Od ponad 10 lat jestem lekarzem. Trzykrotnie pracowałam na Islandii- w 1999r. jako salowa w Fossvogi, w 2006r. jako lekarz-stażysta w Landspitalin i w 2014r. jako ginekolog w Akranes. Mając 18 lat poznałam rodziców Andri. Wtedy kiedy było bardzo ciężko Polakom dostać jakąkolwiek pracę zagranicą ojciec Andri pomógł mi, żebym mogła zacząć pracę w Fossvogi. 18 lat temu rodzina Andri stała się moją rodziną, przygarnęli i wzięli do swojego domu. Przez wszystkie te lata kiedy potrzebowałam wsparcia i pieniądzy nigdy mi nie odmówili. Przez wszystkie te lata Andri nigdy się nie zmienił, zawsze dobro rodziny i Islandii były dla niego priorytetem. Chciałabym, żeby TAKI człowiek kandydował na prezydenta Polski- może wtedy wszyscy byśmy mogli wrócić do domu do Polski. Jestem pewna, że jeśli zostanie prezydentem Islandii nie przestanie być TYM KIM JEST teraz- dobrym człowiekiem.

 

Who is Andri Snaer Magnason?

A good man

Who is his wife and children?

A good family

Who am I?

My name is Iwona Gabriel. From more than 10 years, I am a physician. I worked in Iceland three times- in 1999 as a cleaning lady in Fossvogur hospital, in 2006 as an intern in Landspitalinn hospital, in 2014 as a gynecologist in Akranes. When I was 18 years old, I met Andri’s parents. At that time, it was very hard for Polish people to get any work abroad. Andri’s father helped me to get my work in Fossvogur. 18 years ago, Andri’s family became my family, they took me over to their house and life. During all these years, they always helped me. Since I have known Andri, he never changed, and the well-being of his family and good of Iceland was his priority. I wish THIS KIND of a man would be a candidate for Polish presidency- maybe then all of us could go home back to Poland. I am sure when Andri is going to be a president of Iceland, he still will be THE SAME PERSON- a good man.


Who is Andri Snær Magnason?

Dear friends,

I am running for President of Iceland!

I am running because the President can act as a channel for new ideas and new approaches – and after the events of recent years and days, we really need new approaches.

We live in interesting times and in a creative moment in history – where the foundations of our language, our nature and our democracy are all at an important turning point. We are at a moment in history where we can define paths that will lead us far into the future.

The President of Iceland can connect people, bring groups together and raise important issues. The President of Iceland can refer passed legislation to a national referendum, he or she is our spokesperson abroad, and is strictly speaking the only person in Iceland who is directly elected.

The President can bring together opposing voice and help them find common ground, but he or she must have a clear vision and a strong voice.

If every generation has left something great behind, what should we try to accomplish? What could we do together acting as one?

Here are three ideas that I believe might be big ideas for our future.

Land

In recent years, our highlands have been threatened by plans of massive development. For various reasons, the most extreme plans have not materialised and this vast unspoiled wilderness remains intact.

I believe a National Park of the Central Highlands to be one of the important ideas that we could make a reality. This National Park would establish the importance and value of nature in its own right. The central highlands are the core of Iceland’s image, a part of our identity, and thus enrich each and every one of us. A 40,000 km2 National Park would send a striking message to the world, where nature is under threat everywhere.

Environmental issues are, and will remain, by far the largest challenge of the 21st century. If the earth is to support all of our children, we need to rethink and redesign almost the whole of the 20th century. Such changes are vital but they are not a negative thing – they will be the basis for all development in all fields in the near and distant future.

As a fishing nation, we are dependent on the ocean. To my mind, the President of Iceland should be able to provide a valuable voice in matters of ocean protection. A child who grows up in Iceland should be crazy about fish. Whether whales will be edible in the future is probably a more relevant question than whether they are hunted.

If my grandchild reaches the same age as my grandmother did, they will still be alive in the year 2120. 1924 to 2120 – that is the period that belongs to us. That is the time we can touch with our bare hands – the time of those we already know and love and the time of those we will know and love. We need to learn to think in longer time periods than quarterly accounts or political terms of office. This is why environmental issues are among the most significant concerns of the President of Iceland.

People

Parity, equal rights and equal opportunity are essential if we are to call ourselves a nation. I sat in on the 2010 National Constitutional Forum, where 1,000 randomly selected Icelanders came together and discussed their values and vision of the future. It gave me hope, because this cross-section of the nation was a lovely group of people who could talk to each other.

The general public was given a voice and we demonstrated that democracy is a creative, constantly evolving process. The meeting was meant to be followed by a new social contract and constitutional text for our society. This was a unique experiment that raised worldwide interest.

It is important for the new constitution to be completed. We need a new social contract and the process is still valid, though it has been bruised. The new constitution must be based on the National Constitutional Forum, on new ideas of how a constitution can come from the people, not something merely handed down from above.

Language

Over the past ten years, while taking part in projects related to creative writing, I have met over 20,000 school children here in Iceland and abroad. I often ask them whether they speak other languages than Icelandic and in every single class, one or more of them has raised a hand, and they name all kinds of languages.

Those who cultivate their mother tongue understand the importance of language in its own right. The Icelandic language and other mother tongues need an advocate. We need to ensure that the children carry the torch and learn to love language, otherwise it will be lost in one generation.

Iceland must be a land of opportunity for the children that come to live here. Statistics show that many of them are having trouble. If we take good care we will gain strong individuals with deep roots in distant cultures. If we fall asleep on the job, many children might lose their mother tongue without learning Icelandic. Languages are the key to the world and the President can keep this topic in play.

Nature, democracy and culture – three words that encompass the whole spectrum of issues relevant to the office of President of Iceland.

What can our generation do?

  • We should found a Central Highland National Park, the core of our nature.
  • We should complete the new constitution, the basis of our democracy.
  • We should embrace our mother tongues, the channel for our thoughts and cultures.